Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leipzig ætlar sér að fá vonarstjörnu Southampton
Mynd: Getty Images
RB Leipzig hefur samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi mikinn áhuga á því að fá Tyler Dibling í sínar raðir frá Southampton. Dibling hefur verið eitt bjartasta ljósið á ansi dökku tímabili Southampton í úrvalsdeildinni.

Sagt er að þýska félagið sé tilbúið að greiða 30 milljónir evra fyrir vængmanninn sem er einn efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Southampton vill fá talsvert meira fyrir leikmanninn en félagið hefur mikla trú á því að Dibling verði framúrskarandi leikmaður í framtíðinni.

Dibling var orðaður við Manchester United í vetur og þá var nokkuð ljóst að vermiðinn væri talsvert hærri en 30 milljónir evra.

Hann er samningsbundinn til sumarsins 2027 og Southampton vill framlengja samninginn. Dibling verður 19 ára í næsta mánuðinn en hann verður frá næstu vikurnar vegna ökklameiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner