Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 21. febrúar 2024 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal átti ekki skot á markið - Ekki gerst síðan 2011
Mynd: Getty Images
Leikmenn Arsenal áttu ekki eina tilraun á mark Porto í 1-0 tapi enska liðsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Porto spilaði agaðan og taktiskan varnarleik sem Arsenal átti engin svör við.

Eina mark leiksins gerði Galeno er hann skrúfaði boltanum efst í hægra hornið í uppbótartíma.

Arsenal átti nokkur skot í leiknum en ekkert þeirra hæfði mark heimamanna. Þetta hefur ekki gerst síðan Arsenal tapaði fyrir Barcelona á Nou Camp, 3-1, í mars 2011.

Eina mark Arsenal í leiknum var sjálfsmark frá spænska miðjumanninum Sergio Busquets.

Þá hefur Arsenal tapað síðustu fimm leikjum sínum í úrslitakeppni Meistaradeildarinanr. Arsenal tapaði báðum leikjum sínum gegn Bayern München í 16-liða úrslitum tímabilið 2016-2017 og einnig gegn Barcelona árinu áður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner