Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Diego Godin hættur við að hætta
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski varnarmaðurinn Diego Godin er hættur við að hætta í fótbolta en hann hefur nú tekið fram skóna og mun leika með Porongos í heimalandinu.

Godin, sem er 38 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, en þá lék hann með Velez í Argentínu.

Ferill hans er magnaður en hann var upp á sitt allra besta með Atlético Madríd, Inter og Villarreal.

Varnarmaðurinn var greinilega ekki klár í að hætta því hann hefur ákveðið að taka upp skóna aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Hann skrifaði í gær undir stuttan samning við Porongos, sem spilar í neðri deildunum í Úrúgvæ.

Godin spilaði 161 landsleik og skoraði 8 mörk fyrir Úrúgvæ sem gerir hann að leikjahæsti landsliðsmanni í sögu landsins.


Athugasemdir
banner
banner