Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 21. febrúar 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd staðfestir meiðsli Shaw - Verður frá næstu mánuði
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Luke Shaw verður frá næstu mánuði vegna vöðvameiðsla en þetta kemur fram í tilkynningu frá Manchester United í kvöld.

Shaw, sem er einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í sigri liðsins á Luton um helgina.

Englendingurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli síðasta árið en hann var frá fyrstu þrjá mánuði tímabilsins.

Enskir miðlar greindu frá því í dag að Shaw yrði líklega ekki meira með á tímabilinu, en Manchester United hefur nú staðfest meiðsli Shaw en gaf ekki nákvæma tímasetningu á endurkomu hans.

Þar kemur fram að hann verður frá næstu mánuði en enskir miðlar eru flestir á því að hann verði frá næstu tólf vikur.

„Luke Shaw meiddist á vöðva og verður frá í langan tíma. Það þarf að skoða stöðuna betur til þess að vita alvarleika meiðslana, en við búumst við því að hann verði frá næstu mánuði,“ segir í yfirlýsingunni.

Möguleiki er á að hann nái síðustu leikjum tímabilsins, sem yrði afar mikilvægt fyrir hann og mögulega þátttöku hans með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

Óvíst er hvað Erik ten Hag, stjóri United, gerir núna. Hann gæti fært Diogo Dalot í vinstri bakvörðinn og spilað Victor Lindelöf hægra megin eða sett Sofyan Amrabat í vinstri bakvörðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner