Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tilbúinn að selja stóran hluta í Brentford
Matthew Benham
Matthew Benham
Mynd: Getty Images

Matthew Benham eigandi Brentford er tilbúinn að selja félagið en hann hefur sett 400 milljón punda verðmiða á það.


Hann fjárfesti fyrst í félaginu árið 2007 en eignaðist félagið fimm árum síðar. Síðan þá hefur liðið farið úr þriðju efstu deild upp í úrvalsdeildina þar sem liðið hefur verið frá 2021.

Undir stjórn Benhams hefur Brentford áunnið sér orðspor sem eitt af fremstu liðunum þegar kemur að notkun gagna við ráðningar. Hann hafði einnig umsjón með farsælum flutningi frá Griffin Park á Gtech Community Stadium.

Hann hefur nú ákveðið að taka skref tilbaka í kjölfar stórra samninga sem Chelsea og Man Utd hafa gert. Það hefur vaxið áhugi hjá honum að fá utanaðkomandi fjárfesta inn í félagið.

Búist er við að fjárfestar frá Bandaríkjunum hafi mestan áhuga á að kaupa í Brentford. Eins og staðan er er talið að Benham sé opinn fyrir því selja minnihluta eða ráðandi eignarhlut í félaginu.


Athugasemdir
banner