Orri Steinn Óskarsson skoraði í gær fimmta mark Real Sociedad í 5-2 sigri liðsins á Midtjylland í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sociedad vann einvígið samanlagt 7-3.
Orri kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og á lokamínútu venjulegs leiktíma kom hann sér á blað. Arsen Zakharyan átti góða fyrirgjöf af vinstri kantinum inn á markteig danska liðsins og Orri lét miðvörð Midtjylland týna sér með góðu hlaupi og komst í boltann inn á markteignum. Jonas Lössl í marki Midtjylland kom engum vörnum við.
Orri kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og á lokamínútu venjulegs leiktíma kom hann sér á blað. Arsen Zakharyan átti góða fyrirgjöf af vinstri kantinum inn á markteig danska liðsins og Orri lét miðvörð Midtjylland týna sér með góðu hlaupi og komst í boltann inn á markteignum. Jonas Lössl í marki Midtjylland kom engum vörnum við.
„Orri Steinn Óskarsson, auðvitað skorar Orri á móti danska liðinu og honum leiðist það ekki get ég sagt ykkur. Frábær sending og alvöru framherji eins og Orri réttur maður á réttum stað og stýrir þessu í netið, þurfti ekki margar mínútur á vellinum til að komast á blað. Meiriháttar vel gert hjá Orra," sagði Henry Birgir Gunnarsson sem lýsti leiknum í gærkvöldi á Stöð 2 Sport. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Orri þekkir vel að spila á móti Midtjylland en hann var á mála hjá FCK í upphafi atvinnumannaferilsins, var seldur þaðan til Sociedad í lok síðasta sumarglugga. Leikurinn var áttundi leikur Orra gegn Midtjylland og þetta var fyrsta markið hans gegn liðinu. Alls eru mínútur spilaðar 1004 samkvæmt Transfermarkt og hefur því Orri skorað mark á 143 mínútna fresti í vetur.
Markið var hans fjórða í Evrópudeildinni í vetur í sjö leikjum og alls sjöunda mark Orra fyrir Sociedad. Sociedad mætir Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir