Orri Steinn Óskarsson er í leikmannahópi Real Sociedad sem mætir Midtjylland í Evrópudeildinni á útivelli í kvöld. Hjá Midtjylland er Elías Rafn Ólafsson mættur aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu vikurnar.
Leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram á sama tíma og leikur Víkings og Panathinaikos í Sambandsdeildinni, hefst 17:45. Orri ræddi við fjölmiðla í gær.
Leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram á sama tíma og leikur Víkings og Panathinaikos í Sambandsdeildinni, hefst 17:45. Orri ræddi við fjölmiðla í gær.
„Ég held að við eigum allan möguleika í heiminum að vinna, við verðum bara að nýta sénsana þegar þeir koma."
„Það er mikilvægt að byrja vel á útivelli, og svo þurfum við að passa upp á að vera klárir heima líka, þar sem við þurfum að nýta okkur að vera með stuðningsmennina með okkur, völlinn og tilfinninguna að vera á heimavelli," sagði Orri.
Hann var spurður út í þekkingu sína á Midtjylland.
„Ég þekki Elías vel. Samband okkar er gott og ég hef oft verið með honum í landsliðinu."
„Ég þekki líka marga leikmenn eftir að hafa mætt þeim í Superliga. Midtjylland er með mjög gott lið og þetta verður spennandi leikur," sagði Orri.
Orri var keyptur til Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar. FCK og Midtylland hafa barist um titla í Danmörku síðustu ár.
„Ég bjó í fimm ár í Danmörk. Ég er mikill stuðningsmaður FCK og ég elska FCK. Það myndi klárlega gefa mér eitthvað extra ef ég get hjálpað að slá út Midtjylland, en ég hugsa mest um að komast áfram," sagði Orri.
Elías verður á bekknum í kvöld og Jonas Lössl verður í marki danska liðsins. Þjálfari liðsins sagði á fréttamannafundi að Lössl væri besti kosturinn til að spila þennan leik.
Athugasemdir