ÍR-ingar fóru upp að hlið Aftureldingu í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins er liðið vann 3-1 sigur á Mosfellingum í Egilshöllinni í kvöld. FH-ingar unnu á meðan fyrsta leik sinn í mótinu með því að leggja HK að velli, 3-0, í Kórnum.
HK 0 - 3 FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('23 )
0-2 Bragi Karl Bjarkason ('58 )
0-3 Arnór Borg Guðjohnsen ('78 )
Rautt spjald: Tumi Þorvarsson , HK ('86)
FH-ingar unnu sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á þessu tímabili er liðið sótti góðan 3-0 sigur á HK.
Kjartan Kári Halldórsson opnaði leikinn á 23. mínútu með góðu marki áður en Bragi Karl Bjarkason, sem kom frá ÍR eftir síðasta tímabil, tvöfaldaði forystuna. Arnór Borg Guðjohnsen gerði endanlega út um leikinn á 78. mínútu.
Tumi Þorvarsson, leikmaður HK, bætti gráu ofan á svart fyrir sína menn með því að næla sér í rautt spjald þegar lítið var eftir af leiknum. FH er með þrjú stig í 3. sæti en HK án stiga í neðsta sæti.
HK Ólafur Örn Ásgeirsson (m), Þorsteinn Aron Antonsson (87'), Haukur Leifur Eiríksson, Arnþór Ari Atlason (64'), Birnir Breki Burknason, Dagur Ingi Axelsson, Eiður Atli Rúnarsson, Rúrik Gunnarsson (64'), Tumi Þorvarsson, Karl Ágúst Karlsson
Varamenn Nökkvi Arnarson (64'), Gunnar Baltasar Guðmundsson (87'), Egill Örn Pétursson, Breki Ottósson, Bjarki Örn Brynjarsson, Hákon Ingi Jónsson (64'), Jón Þór Valdimarsson (m)
FH Mathias Brinch Rosenorn (m), Einar Karl Ingvarsson (89'), Kjartan Kári Halldórsson (78'), Dagur Traustason (63'), Böðvar Böðvarsson, Tómas Orri Róbertsson (75'), Jóhann Ægir Arnarsson, Bragi Karl Bjarkason (89'), Arngrímur Bjartur Guðmundsson, Baldur Kári Helgason
Varamenn Sigurður Bjartur Hallsson (63), Arnór Borg Guðjohnsen (63), Bjarni Guðjón Brynjólfsson (89), Kristján Flóki Finnbogason (75), Gils Gíslason (78), Allan Purisevic (89), Sindri Kristinn Ólafsson (m)
ÍR 3 - 1 Afturelding
1-0 Hákon Dagur Matthíasson
2-0 Guðjón Máni Magnússon
3-0 Hákon Dagur Matthíasson
3-1 Aron Jóhannsson
ÍR-ingar hafa litið vel út á undirbúningstímabilinu. Liðið sótti sjö stig í Reykjavíkurmótinu og eru nú komnir með tvo sigra af tveimur mögulegum í Lengjubikarnum.
Hákon Dagur Matthíasson, sem gekk alfarið í raðir ÍR frá Víkingi R. í byrjun árs, skoraði tvö fyrir ÍR-inga og þá gerði markamaskínan Guðjón Máni Magnússon eitt, en Aron Jóhannsson gerði eina mark Aftureldingar.
ÍR er áfram í öðru sæti með 6 stig, eins og Afturelding, sem er með betri markatölu.
ÍR Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m), Sigurður Karl Gunnarsson, Breki Hólm Baldursson, Kristján Atli Marteinsson, Arnór Sölvi Harðarson, Alexander Kostic, Bergvin Fannar Helgason, Guðjón Máni Magnússon, Hákon Dagur Matthíasson, Ágúst Unnar Kristinsson
Varamenn Hrafn Hallgrímsson, Víðir Freyr Ívarsson, Óliver Andri Einarsson, Óðinn Bjarkason, Jónþór Atli Ingólfsson, Sadew Vidusha R. A. Desapriya, Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
Afturelding Jökull Andrésson (m), Axel Óskar Andrésson, Aron Jóhannsson, Aron Jónsson, Andri Freyr Jónasson, Arnór Gauti Ragnarsson, Þórður Gunnar Hafþórsson, Georg Bjarnason, Enes Þór Enesson Cogic, Oliver Sigurjónsson
Varamenn Gunnar Bergmann Sigmarsson, Óðinn Már Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson, Sævar Atli Hugason, Rikharður Smári Gröndal, Sindri Sigurjónsson, Arnar Daði Jóhannesson (m)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Afturelding | 3 | 2 | 0 | 1 | 11 - 6 | +5 | 6 |
2. ÍR | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
3. FH | 3 | 1 | 0 | 2 | 6 - 7 | -1 | 3 |
4. Þór | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 5 | -1 | 3 |
5. HK | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 7 | -6 | 0 |
Athugasemdir