![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
„Auðvitað þurfti maður að hugsa sig aðeins um en mig langaði að prófa þetta. Ég held að þetta hafi verið mjög góð lausn fyrir alla aðila," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, í viðtali við Fótbolta.net.
Hann tók við sem aðalþjálfari ÍR í vetur eftir að Árni Freyr Guðnason var ráðinn til Fylkis. Árni og Jóhann Birnir höfðu stýrt ÍR-liðinu saman en Jóhann Birnir er nú einn aðalþjálfari með Davíð Örvar Ólafsson sér til aðstoðar.
Hann tók við sem aðalþjálfari ÍR í vetur eftir að Árni Freyr Guðnason var ráðinn til Fylkis. Árni og Jóhann Birnir höfðu stýrt ÍR-liðinu saman en Jóhann Birnir er nú einn aðalþjálfari með Davíð Örvar Ólafsson sér til aðstoðar.
„Það er aðeins öðruvísi að vera einn aðalþjálfari. Ég er kominn með Davíð Óla inn sem aðstoðarmann og það er frábært. En þetta er aðeins öðruvísi og maður getur komið alveg sínum pælingum á framfæri. Það er samt söknuður af Árna," segir Jóhann.
Breyttur hópur
ÍR-ingar munu mæta með nokkuð breytt lið til leiks næsta sumar því nokkrir lykilmenn hafa horfið á braut.
„Það hefur gengið allt í lagi hjá okkur og þetta hefur bara verið fínt. Við erum að stilla saman strengina. Við misstum nokkra stólpa í liðinu og erum að vinna að því að koma öllum saman á réttu blaðsíðuna. Það eru nýir menn í nokkrum stöðum en kjarninn er til staðar. Við erum ágætlega settir þá við þurfum að fylla í nokkuð stór skörð," segir Jóhann.
„Við höfum verið með ansi marga að æfa hjá okkur. Við höfum verið að skoða töluvert af leikmönnum. Við þurfum að fá inn fleiri leikmenn og það mun gerast á næstunni."
Lagt lið í Bestu deildinni
Það mátti sjá nokkur merkileg úrslit hjá ÍR á undirbúningstímabilinu í fyrra og þannig hefur það líka verið núna. ÍR hefur unnið stórsigra gegn KR og Víkingi ásamt því að leggja FH að velli í síðustu viku.
„Við unnum Víking og KR þegar þau voru kannski ekki alveg með sín sterkustu lið. FH leikurinn var mjög flottur. En það er bara febrúar og við erum ekkert að missa okkur yfir þessu," segir þjálfarinn.
„Það er alltaf skemmtilegra að ná góðum úrslitum og vinna, ég tala nú ekki um gegn liðum sem eru deild fyrir ofan okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur líka upp á sjálfstraustið og segir manni til um að það sem maður er að kynna fyrir hópnum sé að virka."
Vor í lofti
Þrátt fyrir breytingarnar, þá mun ÍR halda í sömu gildi og í fyrra. Það verður engin bylting eins og Jóhann orðar það.
„Það verður engin bylting þannig séð, en maður er aðeins öðruvísi áherslur í nokkrum atriðum. Þetta verður held ég frekar svipað og það sem við höfum verið að gera," segir Jóhann og að lokum bætir hann við:
„Núna fer skemmtilegri tíminn að detta í garð, deildabikarinn að byrja og svona. Það er líka gaman að fara á aðra leiki og sjá hin liðin spila. Það er vor í lofti og það er spennandi."
Athugasemdir