Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 13:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildardrátturinn: Víkingar hefðu mætt Fiorentina
Víkingar féllu úr leik á grátlegan hátt.
Víkingar féllu úr leik á grátlegan hátt.
Mynd: Víkingur
Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina.
Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina.
Mynd: EPA
Síðasti dráttur dagsins hjá UEFA var að klárast. Dregið var í 16-liða, 8-liða og undanúrslitin í Sambandsdeildinni. Því miður voru Víkingar ekki með í drættinum, þeir voru grátlega nálægt því.

Ef Víkingar hefðu komist áfram, þá hefðu þeir mætt ítalska félaginu Fiorentina í 16-liða úrslitum. Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina og þá eru tveir Íslendingar hjá Fiorentina, Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon.

Tvö lið sem Vikingur vann í deildarkeppninni eru í 16-liða úrslitunum. Borac Banja Luka mætir austurríska liðinu Rapid Vín og Cercle Brugge mætir pólska liðinu Jagiellonia.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór.

16-liða úrslitin
Real Betis - Vitoria
Celje - Lugano
Borac - Rapid Vín
Molde - Legia Varsjá
Jagiellonia - Cercle Brugge
Panathinaikos - Fiorentina
Pafos - Djurgården
FC Kaupmannahöfn - Chelsea

8-liða úrslitin
1 - Real Betis/Vitoria - Jagellonia/Cercle Brugge
2 - Celje/Lugano - Panathinaikos/Fiorentina
3 - FCK/Chelsea - Molde/Legia Varsjá
4 - Pafos/Djurgården - Borac/Rapid Vín

Undanúrslitin
Sigurvegari úr einvígi 1 - Sigurvegari úr einvígi 2
Sigurvegari úr einvígi 3 - Sigurvegari úr einvígi 4
Athugasemdir
banner
banner
banner