Síðasti dráttur dagsins hjá UEFA var að klárast. Dregið var í 16-liða, 8-liða og undanúrslitin í Sambandsdeildinni. Því miður voru Víkingar ekki með í drættinum, þeir voru grátlega nálægt því.
Ef Víkingar hefðu komist áfram, þá hefðu þeir mætt ítalska félaginu Fiorentina í 16-liða úrslitum. Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina og þá eru tveir Íslendingar hjá Fiorentina, Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon.
Tvö lið sem Vikingur vann í deildarkeppninni eru í 16-liða úrslitunum. Borac Banja Luka mætir austurríska liðinu Rapid Vín og Cercle Brugge mætir pólska liðinu Jagiellonia.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór.
Ef Víkingar hefðu komist áfram, þá hefðu þeir mætt ítalska félaginu Fiorentina í 16-liða úrslitum. Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina og þá eru tveir Íslendingar hjá Fiorentina, Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon.
Tvö lið sem Vikingur vann í deildarkeppninni eru í 16-liða úrslitunum. Borac Banja Luka mætir austurríska liðinu Rapid Vín og Cercle Brugge mætir pólska liðinu Jagiellonia.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór.
16-liða úrslitin
Real Betis - Vitoria
Celje - Lugano
Borac - Rapid Vín
Molde - Legia Varsjá
Jagiellonia - Cercle Brugge
Panathinaikos - Fiorentina
Pafos - Djurgården
FC Kaupmannahöfn - Chelsea
8-liða úrslitin
1 - Real Betis/Vitoria - Jagellonia/Cercle Brugge
2 - Celje/Lugano - Panathinaikos/Fiorentina
3 - FCK/Chelsea - Molde/Legia Varsjá
4 - Pafos/Djurgården - Borac/Rapid Vín
Undanúrslitin
Sigurvegari úr einvígi 1 - Sigurvegari úr einvígi 2
Sigurvegari úr einvígi 3 - Sigurvegari úr einvígi 4
Athugasemdir