Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. mars 2021 07:30
Victor Pálsson
Böddi í treyju Helsingborg - „Gott að vera loksins kominn hingað"
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Böðvar Böðvarsson hefur skrifað undir samning við Helsingborg í Svíþjóð en hann kemur þangað frá Póllandi.

Þessi öflugi vinstri bakvörður hefur spilað í Póllandi undanfarin þrjú ár en hann lék þar með liði Jagiellonia.

Samningi Böðvars við Jagiellonia var rift fyrr í þessum mánuði og hélt hann því í sænsku B-deildina.

Deildin í Svíþjóð er ekki byrjuð en Helsingborg hefur leik þann 13. apríl gegn Sundsvall.

Helsingborg birti myndband á Twitter síðu sína í gær þar sem Böðvar heilsar stuðningsmönnum sænska liðsins.

„Hæ stuðningsmenn Helsingborg, það er gott að vera loksins kominn hingað og ég vona að ég sjái ykkur bráðlega á vellinum," sagði Böðvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner