sun 21. mars 2021 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi sá leikjahæsti í sögu Barcelona
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, náði merkum áfanga í kvöld.

Hann skoraði tvennu þegar Barcelona vann 6-1 sigur á Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni.

Með því að spila í leiknum varð hann leikjahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann bætti met fyrrum liðsfélaga síns, Xavi, og er núna búinn að spila 768 leiki fyrir félagið.

Samningur hans rennur út eftir tímabilið og það er spurning hvort hann verði áfram. Hann hefur leikið allan sinn feril með Barcelona.

Hinn 33 ára gamli Messi er að eiga mjög gott ár, 2021. Hann er búinn að spila 19 leiki á árinu, skora 19 mörk og leggja upp átta. Þessi maður er algjör töframaður með boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner