Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. mars 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona lék á als oddi
Messi skoraði tvennu.
Messi skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 1 - 6 Barcelona
0-1 Antoine Griezmann ('37 )
0-2 Sergino Dest ('43 )
0-3 Sergino Dest ('53 )
0-4 Lionel Andres Messi ('56 )
0-5 Ousmane Dembele ('71 )
1-5 Ander Barrenetxea ('77 )
1-6 Lionel Andres Messi ('89 )

Barcelona fór á kostum gegn Real Sociedad í lokaleik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Antoine Griezmann kom Börsungum yfir á 37. mínútu og var staðan orðin 0-2 fyrir leikhlé. Bakvörðurinn Sergino Dest skoraði annað markið.

Dest var aftur á ferðinni eftir leikhlé og fljótlega var staðan orðin 0-4 eftir mark Lionel Messi.

Ousmane Dembele gerði fimmta mark Barcelona áður en Sociedad minnkaði muninn. Barcelona átti síðasta orðið í þessum leik - ef svo má segja - því Messi skoraði annað mark sitt og sjötta mark Barca áður en flautað var til leiksloka.

Frábær leikur hjá Barcelona sem er fjórum stigum frá toppliði Atletico Madrid núna. Sociedad er í fimmta sæti, tíu stigum frá Sevilla sem er í fimmta sæti.

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Oblak bjargaði sigrinum fyrir Atletico
Athugasemdir
banner
banner