Mikael Neville Anderson er í leikmannahópi U21 landsliðsins sem tekur þátt í riðlakeppni Evrópumótsins í vikunni.
Það myndaðist nokkur umræða í kringum Mikael á síðasta ári þegar hann fór ekki í U21 landsliðið í mikilvæga leiki í undankeppni EM. Hann og Midtjylland, félag hans í Danmörku, ákváðu frekar að hann myndi vera áfram í Danmörku á þeim tíma þar sem hann var í baráttu um að vera í liðinu þar.
Mikael, sem hefur einnig verið í A-landsliðinu, var valinn í U21 landsliðið fyrir riðlakeppni Evrópumótsins. Davíð Snorri Jónasson, núverandi þjálfari U21 landsliðsins, sagðist hafa rætt við Mikael og hann væri spenntur fyrir þessu verkefni.
Mikael birtir í kvöld færslu á Twitter þar sem hann segir að það sé alltaf heiður að fá að spila með Íslandi.
„Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi. Höfum eitt á hreinu, það er alltaf heiður að fá að klæðast bláu treyjunni og fá að spila undir merkjum og fyrir hönd Íslands.
Áfram Ísland," skrifar Mikael.
Riðlakeppni Evrópumótsins hefst á fimmtudag og á Ísland þá leik við Rússland.
Leikir U21 landsliðsins:
FIMMTUDAGUR 25. MARS
17:00 Rússland - Ísland
SUNNUDAGUR 28. MARS
13:00 Ísland - Danmörk
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
16:00 Ísland - Frakkland
Sjá einnig:
„Ekki sá gæi sem þú hefðir búist við miðað við það sem búið er að skrifa um hann"
U21 EM i am coming 😍 - Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi. Höfum eitt á hreinu, það er alltaf heiður að fá að klæðast bláu treyjunni og fá að spila undir merkjum og fyrir hönd Íslands.
— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) March 21, 2021
Áfram Ísland. 🇮🇸 pic.twitter.com/NJRtqsEyOH
Athugasemdir