Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mamadarshvili: Ég ætla að berjast um byrjunarliðssætið hjá Liverpool
Mynd: EPA
Giorgi Mamardashvili hélt hreinu í sigri Georgíu gegn Armeníu í Þjóðadeildinni í gær og svaraði spurningum um framtíðina að leikslokum.

Mamardashvili skiptir yfir til Liverpool á frjálsri sölu næsta sumar eftir fjögur ár hjá Valencia. Þar ætlar hann að berjast um markmannsstöðuna þó að Alisson Becker og Caoimhin Kelleher séu báðir samningsbundnir félaginu.

Mögulegt er að Alisson eða Kelleher skipti um félag í sumar.

„Ég er að fara til Liverpool til að berjast um byrjunarliðsstöðuna. Ég mun fara þangað og gera mitt besta en ég veit ekki hvaða ákvörðun þeir munu svo taka," sagði Mamardashvili.

„Ég ákveð ekki hver fær að spila og hver ekki."
Athugasemdir
banner
banner