Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   mán 21. apríl 2014 19:10
Birgir H. Stefánsson
Gummi Ben: Vantaði þetta þriðja mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku leikur,“ sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks strax eftir leik. „Það er reyndar ekkert nýtt og ekkert sem við bjuggumst ekki við. Það er aldrei auðvelt að koma hingað norður og spila við Þór.“

Leikmenn Breiðabliks byrja leikinn mjög vel og virtust stefna að því að klára leikinn snemma en það tókst ekki alveg.
„Nei, en við setjum þarna hinsvegar tvö mjög fín mörk og áttum jafnvel að skora fyrr. Strax í upphafi leiks fengum við algjört dauðafæri en það vantaði svona þetta þriðja mark til að klára leikinn. Eftir að þeir minnkuðu muninn þá kom kannski smá spenningur í okkar lið, svona smá titringur í smá tíma en samt sem áður þá vorum við nú að bíða eftir þriðja markinu okkar og fengum færi til þess.“

Árni Vilhjálmsson fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik, er vitað hvernig staðan er með það? „Nei, ég held að þetta sé nú eitthvað lítilsháttar. Hann steig eitthvað aðeins vitlaust niður út við kantinn, það verður í góðu lagi með hann á fimmstudaginn ef ég þekki hann rétt.“

Sáttur með að mæta FH í úrslitaleiknum?
„Jájá, okkur er alveg sama hver er mótherjinn. Við erum bara ánægðir að við séum komnir í úrslit og það er gott að fá alvöru leiki núna þegar það er stutt í þetta. Það er ekki verra að mæta FH, þeir eru með hörku lið og þetta verður bara skemmtilegur leikur.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner