Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   sun 21. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Palmer var nálægt því að fara til West Ham
Mynd: Getty Images
Markamaskínan Cole Palmer var afar nálægt því að ganga í raðir West Ham á síðasta ári en þetta segir varaformaðurinn, Karren Brady, í viðtali við The Sun.

Palmer, sem er 21 árs gamall, kemur úr akademíu Manchester City en tækifærin voru af skornum skammti undir stjórn Pep Guardiola.

Englendingurinn bað um að yfirgefa félagið oftar en einu sinni en loks fékk hann ósk sína uppfyllta á síðasta ári.

Chelsea keypti hann fyrir 40 milljónir punda og er óhætt að segja að þarna hafi Man City verið að missa gullmola frá sér.

Palmer hefur skorað 20 deildarmörk á tímabilinu og er án nokkurs vafa bestu kaup tímabilsins.

West Ham var nálægt því að krækja í Palmer en Chelsea kom inn á síðustu stundu og stal honum frá nágrönnum sínum.

„Miðað við allar fréttir sem ég séð þá virkar Cole jafn svalur fyrir framan markið og sjálfur Jimmy Greaves. Það er sennilega ástæðan fyrir því að David Moyes reyndi allt sem hann gat til að fá hann. Við náðum meira að segja samkomulagi við Man City en síðan kom Chelsea og stal honum,“ sagði Brady við Sun.
Athugasemdir
banner
banner
banner