Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Chiellini: Ég dáist að Suarez fyrir að bíta mig í öxlina
Giorgio Chiellini sýnir bitið í leiknum á meðan Gaston Ramirez reynir að þagga niður í honum
Giorgio Chiellini sýnir bitið í leiknum á meðan Gaston Ramirez reynir að þagga niður í honum
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus á Ítalíu, fer um víðan völl í ævisiögu sinni, In Giorgio, sem hann gaf út á dögunum en hann ræðir þar atvikið er Luis Suarez beit hann í öxlina á HM 2014.

Úrúgvæ og Ítalía börðust um sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins og því mikið undir en það var þó eitt atvik sem stal fyrirsögnunum.

Suarez beit þá Chiellini í öxlina í 1-0 sigrinum á Ítalíu og fór Úrúgvæ áfram í 16-liða úrslitin. Suarez slapp við refsingu í leiknum en var síðar dæmdur í fjögurra mánaða bann.

Chiellini dáist þó að Suarez og er enginn biturleiki á milli þeirra.

„Sannleikurinn er sá að ég dáist að þessu hjá honum. Ef Suarez hefði ekki þennan eiginleika þá væri hann bara miðlungsleikmaður," skrifaði Chiellini.

„Það var ekkert furðulegt sem gerðist þennan dag á HM 2014. Ég dekkaði Edinson Cavani mest allan leikinn en svo þurfti ég að halda í við annan erfiðan leikmann og það var ekkert gefið eftir."

„Ég átta mig allt í einu á því að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist og það er ekkert meira um það að segja en þetta er hans taktík þegar það kemur að því að berjast og ég verð að viðurkenna að ég geri þetta líka."

„Ég og Suarez erum svipaðir og ég elska að spila á móti svona framerjum. Ég hringdi í hann nokkrum dögum eftir atvikið og hann þurfti alls ekki að biðja mig afsökunar. Ég er líka fáviti á vellinum og stoltur af því. Smá fávitaskapur og ofbeldi er partur af leiknum og ég myndi ekki kalla það svindl. Þú þarft að vera klókur til að hafa betur gegn andstæðingnum, "
sagði Chiellini ennfremur í bókinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner