Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 21. maí 2021 13:35
Elvar Geir Magnússon
Nuno hættir með Úlfana (Staðfest)
Eftir fjögur ár sem stjóri Wolves mun Nuno Espirito Santo láta af störfum eftir tímabilið. Í tilkynningu er sagt um sameiginlega ákvörðun að ræða.

Úlfarnir eru í tólfta sæti þegar siglt verður inn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Úlfarnir mæta Manchester United.

Nuno vann gott starf hjá Wolves og vegferð liðsins undir hans stjórn hefur verið afskaplega góð.

„Við höfum náð okkar markmiðum og það hafa verið framfarir hjá félaginu. Við unnum af ástríðu og gerðum það saman," segir Nuno sem þakkar stuðningsmönnum, starfsliði og leikmönnum.

„Á sunnudag verður tilfinningaríkur dagur en ég er svo ánægður með að stuðningsmenn muni snúa aftur á Molineuz völlinn svo við getum átt eina sérstaka stund saman, sem ein heild."

Jeff Shi, framkvæmdastjóri Wolves, segir að Nuno verði alltaf í sögubókum félagsins fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið.

Líkurnar á því að Nuno verði næsti stjóri Tottenham eru taldar hafa aukist til muna eftir þessar fréttir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir