Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 21. maí 2022 23:27
Brynjar Ingi Erluson
PSG ætlar að reka Leonardo og Pochettino - Zidane að taka við keflinu?
Kylian Mbappe er með töluvert meiri völd en Pochettino
Kylian Mbappe er með töluvert meiri völd en Pochettino
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint Germain mun reka þá Leonardo og Mauricio Pochettino frá félaginu á næstu dögum en þetta skrifa virtustu miðlarnir í Frakklandi.

Mbappe framlengdi samning sinn við Parísarfélagið í kvöld og skrifaði undir til næstu þriggja ára.

Þetta er stærsti samningur í sögu fótboltans en Mbappe mun einnig fá völd bakvið tjöldin. Hann fær að koma að ráðningu á nýjum yfirmanni knattspyrnumála, þjálfara og þá fær hann að velja leikmenn inn í hópinn, fyrir utan himinháu launin sem hann mun þéna.

PSG ætlar strax að ráðast í framkvæmdir. Leonardo, sem hefur sinnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála, verður látinn fara á næstu dögum en það er ósk Mbappe að fá Luis Campos.

Mbappe og Campos unnu saman hjá Mónakó og væri Frakkinn til í að endurnýja kynnin.

Pochettino verður einnig látinn fara og segja franskir fjölmiðlar að félagið ætli að gera allt til að fá Zinedine Zidane í stað hans. Þetta segir franski blaðamaðurinn Julien Laurens.

Þá bað Mbappe um að fá Ousmane Dembele, leikmann Barcelona, en hann tæki við stöðunni af Angel Di Maria sem yfirgefur félagið í sumar. PSG er búið að opna viðræður við föruneyti Dembele.
Athugasemdir
banner