Florian Wirtz, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, er besti leikmaður tímabilsins en þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Bundesligunar í gær.
Þessi 21 árs gamli sóknartengiliður kom að 23 mörkum í 32 deildarleikjum á tímabilinu er Leverkusen fór taplaust í gegnum deildina.
Hann skoraði 11 mörk og átti 12 stoðsendingar, en hann hefur nú verið verðlaunaður fyrir stórkostlegt tímabil og hlotið nafnbótina besti leikmaður tímabilsins.
Wirtz er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir, en mun ekki yfirgefa Leverkusen í sumar.
Hann og félagar hans eiga möguleika á tveimur titlum í viðbót á þessari leiktíð en liðið er komið í úrslit Evrópudeildarinnar og þýska bikarsins.
Der #Bundesliga-Spieler der Saison 2023/24 ?? Florian #Wirtz!@bayer04fussball #FC24 @easportsfcde #BundesligaPOTM pic.twitter.com/gZA76F0iiV
— BUNDESLIGA (@Bundesliga_DE) May 20, 2024
Athugasemdir