Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 21. júní 2022 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Valur með annan sigur - Jafnt á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fóru tveir leikir fram í Bestu deild karla í kvöld þar sem Valur lagði fallbaráttulið Leiknis R. að velli og jafnaði Stjörnuna og Víking R. á stigum í öðru til fjórða sæti.


Leiknismenn mættu sprækir á Hlíðarenda þar sem Mikkel Dahl fékk fyrstu færi leiksins og skoraði á fjórtándu mínútu. Gleði Leiknismanna var þó skammlíf því Arnór Smárason svaraði með jöfnunarmarki eftir frábæran undirbúning frá Birki Má Sævarssyni.

Valsmenn tóku völdin á vellinum og komust nálægt því að taka forystuna fyrir leikhlé en inn vildi boltinn ekki og staðan jöfn. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en Tryggvi Hrafn Haraldsson kom heimamönnum yfir eftir laglega sókn og staðan orðin 2-1.

Leiknismenn gerðu sig hættulega með skoti úr aukaspyrnu en það voru Valsarar sem voru sterkari aðilinn og komust nálægt því að skora en tókst ekki. Lokatölur urðu 2-1 og er Valur með 19 stig eftir 10 umferðir. 

Leiknir R. er enn án sigurs og aðeins með fjögur stig.

Sjáðu textalýsinguna

Valur 2 - 1 Leiknir R.
0-1 Mikkel Dahl ('14)
1-1 Arnór Smárason ('16)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('65)

Á Akranesi mættust ÍA og FH í hörkuleik sem var í járnum fyrir leikhlé. FH, undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen, var mikið með boltann á meðan heimamenn vörðust skipulega og beittu skyndisóknum.

Síðari hálfleikurinn var skemmtilegri og komust Skagamenn yfir strax eftir fjórar mínútur eftir slæm markmannsmistök Atla Gunnars Guðmundssonar. Atli Gunnar gaf boltann á Kaj Leo í Bartalstovu, sem hljóp framhjá markverðinum og skoraði þægilegt mark.

Það var lítið að frétta eftir opnunarmarkið þar sem FH-ingar virtust ekki eiga nein svör við leik heimamanna sem voru hættulegri þar til jöfnunarmarkið leit dagsins ljós. Matthías Vilhjálmsson skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en skömmu síðar var Davíð Snær Jóhannsson rekinn af velli með beint rautt spjald - þrátt fyrir að hafa verið á gulu spjaldi fyrir.

Davíð Snær missti boltann frá sér á miðjum vellinum og fór í tilgangslausa og hættulega tæklingu og var réttilega sendur í sturtu. 

Ellefu Skagamenn herjuðu að marki FH á lokamínútunum og komust grátlega nálægt því að setja sigurmark en inn fór boltinn ekki og lokatölur 1-1. 

ÍA og FH eru áfram í næstu sætum fyrir ofan fallbaráttuna, ÍA með 8 stig og FH með 9.

Sjáðu textalýsinguna

ÍA 1 - 1 FH
1-0 Kaj Leo Í Bartalstovu ('49)
1-1 Matthías Vilhjálmsson ('76)
Rautt spjald: Davíð Snær Jóhannsson, FH ('77)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner