West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fös 21. júní 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir brottreksturinn: Mistök að setja sig upp á móti Benzema
Benzema hefur í heildina komið að 21 marki í 29 leikjum með Al-Ittihad.
Benzema hefur í heildina komið að 21 marki í 29 leikjum með Al-Ittihad.
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Marcelo Gallardo verður rekinn úr þjálfarastarfi sínu hjá Al-Ittihad eftir mikið vonbrigðatímabil eftir að hann tók við þjálfun félagsins síðastliðinn nóvember.

Gallardo fékk í hendurnar stjörnum prýtt lið í sádi-arabísku deildinni en lenti upp á kant við Karim Benzema er tók að líða á leiktíðina.

Gallardo tók Benzema úr hópnum fyrir síðustu sjö umferðirnar, en fram að því hafði Frakkinn komið að 16 mörkum með beinum hætti í 21 deildarleik.

Al-Ittihad tapaði fimm leikjum af þeim sjö sem Benzema var ekki með.

„Gallardo gerði stór mistök þegar hann tók Benzema úr hópnum," sagði Loay Nazer, forseti Al-Ittihad. „Karim er mikilvægur partur af verkefninu sem er í gangi bæði hjá Al-Ittihad sem félagi og sádi-arabísku deildinni.

„Við erum í viðræðum við tvo til þrjá þjálfara sem gætu tekið við starfinu."

Athugasemdir
banner
banner