,,Ég er jafn svekktur og eftir síðasta leik. Við köstuðum þessu frá okkur á þriggja mínútna kafla," sagði Páll Viðar Gíslason eftir tap Þórs gegn Breiðabliki nú fyrr í kvöld.
,,Það er alltof dýrt í þessari deild að gera svona mistök og ætla síðan að hreinsa upp eftir sig það sem eftir lifir leiks. Strákarnir fá þó hrós fyrir að berjast allan leikinn."
,,Ég veit ekki með hverjum lukkudísirnar halda en í seinustu leikjum hefur þetta ekki dottið okkar megin. Treystum fyrst og fremst á okkur og okkar getu og fáum fín færi en leyfum mörkum að leka inn í vörninni. Það er það sem skilur á milli," en Þór er það lið sem hefur fengið flest mörk á sig það sem af er tímabili.
,,Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæslu og mér fannst leikurinn ekki ráðast á henni svo ég tjái mig ekki meir um það," sagði Páll að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir