Fabrizio Romano greinir frá því að ítalski markvörðurinn Pierluigi Gollini er búinn að standast fyrri hluta læknisskoðunar hjá Tottenham Hotspur.
Þar myndi hann reyna að veita stórstjörnunni Hugo Lloris samkeppni um byrjunarliðssætið. Joe Hart er einnig varamarkvörður hjá félaginu.
Gollini er 26 ára gamall og hefur spilað 100 leiki á þremur árum hjá Atalanta.
Hann var hjá Aston Villa í Championship 2016-17 en var svo lánaður út til Atalanta í tvö ár og ákvað ítalska félagið að kaupa hann í kjölfarið.
Gollini kemur til Tottenham að láni með kaupmöguleika sem hljóðar uppá 15 milljónir evra. Sá möguleiki virkjast sjálfkrafa ef Gollini spilar 20 leiki á komandi tímabili.
Athugasemdir