„Bara svekktur náttúrulega og bara grautfúll en það er erfitt að ná í stig þegar við hleypum inn fjórum alltof auðveldum mörkum" voru fyrstu viðbrögð Pálma Rafns Pálmasonar þjálfara KR eftir 4-2 tapið á Kópavogsvelli í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 2 KR
„Mér finnst við bara svona heilt yfir frekar ánægðir með okkur milli vítateiga, við þurfum að bæta okkur inn í vítateigunum og sérstaklega okkar eigin, það er svona þar sem vandamálið okkar liggur finnst mér"
„Væntanlega alltaf hægt að koma í veg fyrir einhver mörk og öll þessi fjögur mörk þá hefðum auðvitað getað komið í veg fyrir þau. Að einhverju leiti gera þeir vel og að einhverju leiti þá þurfum við að gera betur."
KR voru mjög þunnskipaðir í kvöld og gerði Pálmi ekki neina skiptu á sínu liði í leiknum í kvöld og Pálmi segist vera ánægður með þá leikmenn sem spiluðu í kvöld.
„Menn sem spiluðu hérna í kvöld bara gáfu allt í þetta og tek það alls ekki að þeim, menn komu og gerðu allt sem þeir gátu og það er eina sem maður biður þá um og þá getur maður ekki verið fúll."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.