Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   mið 21. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsheimilinu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er risastór leikur fyrir félagið, fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Við ætlum að standa okkur vel á morgun," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Víkingur mun á morgun leika fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og við höfum horft á mikið af myndböndum eins og við gerum alltaf. Núna er það undir leikmönnunum komið að vera 100 prósent og skila góðri frammistöðu."

Hann er bjartsýnn á að Víkingar nái að slá út Santa Coloma og liðið komist þannig í aðalkeppnina. „Við eigum að vera betra liðið og við eigum að bara að spila okkar leik, hafa gaman."

Nikolaj segir að andinn í hópnum og leikmenn séu meðvitaðir um mikilvægi þess að ná í góð úrslit.

Þetta Evrópuævintýri hefur verið upp og niður fyrir Nikolaj sjálfan en hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar sem varð til þess að Víkingur féll í Sambandsdeildina. En svo skoraði hann mikilvægt mark gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í síðustu umferð.

Eftir að Víkingar féllu út gegn Shamrock Rovers, þá hafa þeir verið nokkuð heppnir með drátt og komist í gegnum tvö einvígi.

„Þetta hefur verið upp og niður. Ég klúðraði mikilvægri vítaspyrnu gegn Shamrock en kannski var það bara gott eftir á," sagði Nikolaj léttur. „Fyrstu tveir sólarhringarnir eftir vítaklúðrið voru erfiðir en ég hef jafnað mig á því núna. Þú klúðrar stundum og skorar stundum úr vítaspyrnum. Þannig er það bara."

„Við vitum allir að leikurinn á morgun er svo mikilvægur fyrir félagið allt. Við verðum að vera fókuseraðir og vinna þá á heimavelli," sagði danski sóknarmaðurinn og bætti við að lokum að það mætti ekki vanmeta Santa Coloma.

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir