Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 21. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsheimilinu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er risastór leikur fyrir félagið, fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Við ætlum að standa okkur vel á morgun," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Víkingur mun á morgun leika fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Undirbúningurinn hefur verið mjög góður og við höfum horft á mikið af myndböndum eins og við gerum alltaf. Núna er það undir leikmönnunum komið að vera 100 prósent og skila góðri frammistöðu."

Hann er bjartsýnn á að Víkingar nái að slá út Santa Coloma og liðið komist þannig í aðalkeppnina. „Við eigum að vera betra liðið og við eigum að bara að spila okkar leik, hafa gaman."

Nikolaj segir að andinn í hópnum og leikmenn séu meðvitaðir um mikilvægi þess að ná í góð úrslit.

Þetta Evrópuævintýri hefur verið upp og niður fyrir Nikolaj sjálfan en hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar sem varð til þess að Víkingur féll í Sambandsdeildina. En svo skoraði hann mikilvægt mark gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í síðustu umferð.

Eftir að Víkingar féllu út gegn Shamrock Rovers, þá hafa þeir verið nokkuð heppnir með drátt og komist í gegnum tvö einvígi.

„Þetta hefur verið upp og niður. Ég klúðraði mikilvægri vítaspyrnu gegn Shamrock en kannski var það bara gott eftir á," sagði Nikolaj léttur. „Fyrstu tveir sólarhringarnir eftir vítaklúðrið voru erfiðir en ég hef jafnað mig á því núna. Þú klúðrar stundum og skorar stundum úr vítaspyrnum. Þannig er það bara."

„Við vitum allir að leikurinn á morgun er svo mikilvægur fyrir félagið allt. Við verðum að vera fókuseraðir og vinna þá á heimavelli," sagði danski sóknarmaðurinn og bætti við að lokum að það mætti ekki vanmeta Santa Coloma.

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner