Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Leiknir F. og Vestri upp í Inkasso-deildina
Brynjar fer upp með sína menn í Leikni.
Brynjar fer upp með sína menn í Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri vann Tindastól 7-0.
Vestri vann Tindastól 7-0.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokaumferðin í 2. deild karla fór fram í dag. Það var spenna í loftinu því ekki var ljóst hvaða lið væru að fara upp.

Leiknir F., Selfoss og Vestri voru að berjast um sætin tvö í Inkasso-deildina. Að lokum voru það Leiknismenn og Vestri sem fóru upp í Inkasso-ástríðuna!

Vestri valtaði yfir botnlið Tindastóls, 7-0. Vestri lendar í öðru sæti, en það eru Leiknismenn sem vinna deildina. Fjarðabyggð var 1-0 yfir gegn Leikni í hálfleik, en í seinni hálfleiknum sneri Leiknir stöðunni við. Mikill fögnuður braust út á Eskjuvelli í leikslok.

Leiknir F. endar með 46 stig, Vestri með 45 stig og Selfoss með 44 stig. Selfyssingar verða áfram í 2. deild. Það sem er mjög athyglisvert er að Leikni var spáð falli fyrir tímabilið, en Brynjar Skúlason og hans lærisveinar hafa unnið frábært verk.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins. Ljóst var fyrir umferðina að Tindastóll og KFG væru fallin.

Fjarðabyggð 1 - 3 Leiknir F.
1-0 Jose Luis Vidal Romero ('21 )
1-1 Unnar Ari Hansson ('48 )
1-2 Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('61 )
1-3 Daniel Garcia Blanco ('86 )
Lestu nánar um leikinn

Vestri 7 - 0 Tindastóll
1-0 Hammed Obafemi Lawal ('3 )
2-0 Isaac Freitas Da Silva ('20 )
3-0 Ísak Sigurjónsson ('32 , sjálfsmark)
4-0 Zoran Plazonic ('34 , víti)
5-0 Þórður Gunnar Hafþórsson ('64 )
6-0 Joshua Ryan Signey ('70 )
7-0 Daníel Agnar Ásgeirsson ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Kári 0 - 2 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic ('26 )
0-2 Hrvoje Tokic ('54 )
Lestu nánar um leikinn

ÍR 4 - 4 KFG
1-0 Ívan Óli Santos ('11)
1-1 Kristján Gabríel Kristjánsson ('15)
1-2 Kristján Gabríel Kristjánsson ('35)
2-2 Ívan Óli Santos ('45)
3-2 Ástþór Ingi Rúnólfsson ('67)
3-3 Markaskorara vantar ('81)
4-3 Markaskorara vantar ('89)
4-4 Markaskorara vantar ('93)

Völsungur 3 - 1 Þróttur V.

Víðir 2 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Helgi Þór Jónsson ('6)
2-0 Helgi Þór Jónsson ('50)
2-1 Borja Lopez Laguna ('62, víti)
Athugasemdir
banner
banner