Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. september 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Búlgaría: Hólmar Örn vann nágrannaslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slavia Sofia 0 - 2 Levski Sofia
0-1 F. Nascimento ('74)
0-2 S. Ivanov ('81)

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Levski Sofia sem lagði nágranna sína í Slavia Sofia að velli í dag.

Gestirnir voru betri og verðskulduðu sigurinn. Bæði mörkin komu á lokakafla leiksins.

Hólmar og félagar fóru á topp deildarinnar með sigrinum þar sem þeir eru með 23 stig eftir 10 umferðir. Ludogorets er tveimur stigum á eftir, með leik til góða.

CSKA Sofia kemur svo í þriðja sæti deildarinnar, með 19 stig. Slavia er í neðri hlutanum, með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner