
Þróttur laut í lægra haldi fyrir Keflavík er liðin mættust á Nettóvellinum í Keflavík í dag en lokatölur urðu 4-2 Keflavík í vil.
Keflavík sem leiddi 3-0 í hálfleik bættu fjórða markinu við eftir um klukkustundarleik áður en Þróttarar minnkuðu munini með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Keflavík sem leiddi 3-0 í hálfleik bættu fjórða markinu við eftir um klukkustundarleik áður en Þróttarar minnkuðu munini með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 2 Þróttur R.
„Við sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik að ná að saxa á þetta sem er mjög mikilvægt í þessari fallbaráttu. Ég var frekar ánægður með okkur síðustu tuttugu en við svolítið köstuðum þessu frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa þeim frekar auðveld mörk og gerðum þetta frekar erfitt fyrir okkur sjálfa.“ Sagði Daði Bergsson fyrirliði Þróttar um leik sinna manna í dag.
Eins og áður sagði má segja að Þróttur hafi gefið heimamönnum helst til auðveld mörk í fyrri hálfleik sem getur reynst rándýrt fyrir lið eins og Þrótt sem á í harðri fallbaráttu.
„Það er miög dýrt, sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Keflavík. En þeir hefðu getað skorað fleiri mörk og maður verður bara að hrósa Franko fyrir frammistöðu hans í dag. Hann var hrikalega góður og varði alveg og varði mikilvægt víti.“
Mörkin tvö sem Þróttur skoraði gætu reynst mikilvæg er upp er staðið þar sem fallbaráttan er hörð og gæti allt eins ráðist á markatölu er til loka verður flautað.
„Þetta var einmitt rætt í hálfleik að reyna að bæta markatöluna, ná smá damage control og þess vegna eru þessi tvö mörk gríðarlega mikilvæg upp á það gera. En þessi fallbarátta verður örugglega jöfn fram í síðasta leik og getur markatalan skipt sköpum.“
Sagði Daði Bergsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir