Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mán 21. september 2020 19:56
Sverrir Örn Einarsson
Daði Bergs: Sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Mynd: Raggi Óla
Þróttur laut í lægra haldi fyrir Keflavík er liðin mættust á Nettóvellinum í Keflavík í dag en lokatölur urðu 4-2 Keflavík í vil.
Keflavík sem leiddi 3-0 í hálfleik bættu fjórða markinu við eftir um klukkustundarleik áður en Þróttarar minnkuðu munini með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Við sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik að ná að saxa á þetta sem er mjög mikilvægt í þessari fallbaráttu. Ég var frekar ánægður með okkur síðustu tuttugu en við svolítið köstuðum þessu frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa þeim frekar auðveld mörk og gerðum þetta frekar erfitt fyrir okkur sjálfa.“ Sagði Daði Bergsson fyrirliði Þróttar um leik sinna manna í dag.

Eins og áður sagði má segja að Þróttur hafi gefið heimamönnum helst til auðveld mörk í fyrri hálfleik sem getur reynst rándýrt fyrir lið eins og Þrótt sem á í harðri fallbaráttu.

„Það er miög dýrt, sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Keflavík. En þeir hefðu getað skorað fleiri mörk og maður verður bara að hrósa Franko fyrir frammistöðu hans í dag. Hann var hrikalega góður og varði alveg og varði mikilvægt víti.“

Mörkin tvö sem Þróttur skoraði gætu reynst mikilvæg er upp er staðið þar sem fallbaráttan er hörð og gæti allt eins ráðist á markatölu er til loka verður flautað.

„Þetta var einmitt rætt í hálfleik að reyna að bæta markatöluna, ná smá damage control og þess vegna eru þessi tvö mörk gríðarlega mikilvæg upp á það gera. En þessi fallbarátta verður örugglega jöfn fram í síðasta leik og getur markatalan skipt sköpum.“

Sagði Daði Bergsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner