Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. september 2020 19:56
Sverrir Örn Einarsson
Daði Bergs: Sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Mynd: Raggi Óla
Þróttur laut í lægra haldi fyrir Keflavík er liðin mættust á Nettóvellinum í Keflavík í dag en lokatölur urðu 4-2 Keflavík í vil.
Keflavík sem leiddi 3-0 í hálfleik bættu fjórða markinu við eftir um klukkustundarleik áður en Þróttarar minnkuðu munini með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Við sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik að ná að saxa á þetta sem er mjög mikilvægt í þessari fallbaráttu. Ég var frekar ánægður með okkur síðustu tuttugu en við svolítið köstuðum þessu frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa þeim frekar auðveld mörk og gerðum þetta frekar erfitt fyrir okkur sjálfa.“ Sagði Daði Bergsson fyrirliði Þróttar um leik sinna manna í dag.

Eins og áður sagði má segja að Þróttur hafi gefið heimamönnum helst til auðveld mörk í fyrri hálfleik sem getur reynst rándýrt fyrir lið eins og Þrótt sem á í harðri fallbaráttu.

„Það er miög dýrt, sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Keflavík. En þeir hefðu getað skorað fleiri mörk og maður verður bara að hrósa Franko fyrir frammistöðu hans í dag. Hann var hrikalega góður og varði alveg og varði mikilvægt víti.“

Mörkin tvö sem Þróttur skoraði gætu reynst mikilvæg er upp er staðið þar sem fallbaráttan er hörð og gæti allt eins ráðist á markatölu er til loka verður flautað.

„Þetta var einmitt rætt í hálfleik að reyna að bæta markatöluna, ná smá damage control og þess vegna eru þessi tvö mörk gríðarlega mikilvæg upp á það gera. En þessi fallbarátta verður örugglega jöfn fram í síðasta leik og getur markatalan skipt sköpum.“

Sagði Daði Bergsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner