Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda: Vonandi fæ ég að koma aftur fjótlega
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland í kvöld, 17 ára gömul.

Hún kom inn á sem varamaður undir lokin. „Þetta var minn fyrsti leikur og það var gaman að fá að koma inn á völlinn í nokkrar mínútur," sagði Amanda í samtali við Vísi eftir leik.

„Ég var smá stressuð en þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið."

„Þetta var mjög gaman en auðvitað svekkjandi að tapa því við ætluðum að reyna að vinna þennan leik. Það vantaði smá upp á hjá okkur að klára færin."

Amanda getur enn valið að spila fyrir Noreg eftir reglubreytingar hjá FIFA. Hún segist vera ánægð með sitt fyrsta landsliðsverkefni.

„Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér og ég er mjög ánægð með þetta allt. Vonandi fæ ég að koma aftur fljótlega," sagði Amanda.
Athugasemdir
banner
banner
banner