Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda spilaði fyrsta A-landsleikinn en gæti enn spilað fyrir Noreg
Icelandair
Amanda í fyrsta landsleiknum.
Amanda í fyrsta landsleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir spilaði í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd er hún kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Hollandi á Laugardalsvelli.

Amanda er gríðarlega efnileg, en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún er að spila með Vålerenga í Noregi.

Amanda valdi íslenska landsliðið fram yfir það norska. Faðir hennar er fyrrum landsliðsmaðurinn Andri Sigþórsson en móðir hennar er norsk. Hún gat því valið á milli og spilaði fyrir yngri landslið beggja þjóða. Þorsteinn Halldórsson ákvað svo að velja hana núna í íslenska A-landsliðið og þáði hún boðið.

Hún getur samt sem áður enn spilað fyrir norska landsliðið ef hún vill gera það. FIFA breytti nefnilega reglum sínum fyrr á þessu ári í tengslum við það ef leikmenn vilja skipta um landslið.

Áður fyrr var það þannig að ef leikmaður spilaði keppnisleik - eins og Amanda gerði í kvöld - þá gat sá leikmaður síðar ekki breytt um landslið.

Núna ef leikmaður er yngri en 21 árs, þá þarf hann að spila að fleiri en þrjá landsleiki til að staðfesta landslið sitt. Amanda getur því enn valið að spila fyrir Noreg, þangað til hún spilar fjórða A-landsleikinn fyrir Ísland. Vonandi breytist hins vegar ekkert í þessum efnum, vonandi heldur hún áfram að spila fyrir Íslands hönd.

Með því að smella hérna er hægt að lesa um reglubreytinguna á vef Goal.
Athugasemdir
banner
banner
banner