Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Kristinn fari frá Val - „Hafiði heyrt um leikmann sem hentar KR betur?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, er að ranna út á samningi. Hann er uppalinn hjá Fjölni en hefur verið á mála hjá Val síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið 2012 fyrir utan tímabilið 2017 þegar hann var hjá Sundsvall í Svíþjóð.

Kristinn hefur verið svolítið inn og út úr liðinu hjá Val að undanförnu. Kristinn var ekki í byrjunarliðinu í stórleiknum gegn Breiðabliki, og leiknum gegn Stjörnunni þar á undan, en kom inn í liðið og byrjaði gegn Vestra og KA.

Staða Kristins var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardagin.

„Kiddi Freyr er að verða samningslaus, það er einhvern veginn ótrúlegt, sagði Elvar Geir Magnússon.

„Pendúllinn sveiflast frá Val þegar maður horfir á þetta 'from the outside in' núna. Nema einhver stjórnarmaður semji við hann og spyrji hvorki kóng né prest að því. Af hverju sömdu Valsarar ekki og tilkynntu bara um þetta í júní?" velti Tómas Þór Þórðarson fyrir sér.

„Hann er aldrei að fara frá Val, er hann ekki bara að kreista upp samninginn?" sagði Úlfur Blandon.

„Hann er 29 ára gamall, hann er að fá ofursamning. Hafiði heyrt um leikmann sem hentar KR betur en Kristinn Freyr en akkúrat núna? spurði Tómas Þór.

Í dag setti Kristján Óli Sigurðsson, einn af sérfræðingum Dr. Football, inn færslu á Twitter í tengslum við stöðu Kristins Freys.

„Örskýrsla frá Höfðingjanum. Kristinn Freyr fer frá Val eftir tímabilið. Hvaða lið langar í alvöru sóknarsinnaðan miðjumann?" skrifaði Kristján Óli.


Útvarpsþátturinn - Lengjudeildarverðlaun og íslenskt slúður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner