Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri vildi fara frá Norrköping: Erfitt að berjast við fyrirliðann
Ánægður í Danmörku.
Ánægður í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen gekk í ágúst í raðir Lyngby á láni frá Norrköping. Alfreð Finnbogason var að semja við belgíska félagið Eupen og var því gripið til þess ráðs að fá Andra Lucas í staðinn.

Andri var ekki í stóru hlutverki hjá sænska félaginu, var í leit að meiri spiltíma og taldi sig fá stærra hlutverk í Danmörku. Það hefur reynst raunin til þessa og hefur Andri skorað í tveimur leikjum í röð fyrir Lyngby.

Hann ræddi við NT í Svíþjóð og ræddi um ástæðuna fyrir félagaskiptunum.

„Við spilum bara með einn fraherja í IFK og það er Totte (Chrisoffer Nyman). Að berjast við fyrirliðann, sem er svo áreiðanlegur, er erfitt. Ég þurfti nýtt andrúmsloft," sagði Andri. Hann var svo spurður hvernig hann sæi framtíð sína fyrir sér.

„Ég hef verið spurður þessarar spurningar tvisvar er þrisvar nú þegar og ég segi það sama. Fótboltaheimurinn er furðulegur. Vonandi get ég komið til baka einn daginn, en akkúrat núna er ég að einbeita mér að því sem ég get gert," sagði Andri sem var fyrirliði U21 landsliðsins gegn Tékklandi fyrr í þessum mánuði. Hann vísaði m.a. viðtal við Fótbolta.net fyrir leikinn gegn Tékkum.

Með leiknum gegn Tékklandi hefur hann skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum sínum.

Sjá einnig:
Andri Lucas: Frábært að fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur
Athugasemdir
banner
banner