Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   mán 11. september 2023 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Frábært að fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir og við hugsum að við eigum mikla möguleika," segir Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun hefst ný undankeppni hjá strákunum þegar þeir mæta Tékklandi á Víkingsvellinum.

„Þetta verður barátta og þetta verður erfitt. Þeir eru sterkir og agressívir, en við erum það líka. Við erum með mjög góða leikmenn. Við erum með nógu góða leikmenn til að ná í þrjú stig á morgun."

Andri Lucas gekk í raðir Íslendingafélagsins Lyngby frá Norrköping á dögunum. Hann er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Lyngby og kveðst vera í góðu standi.

„Standið er kannski ekki 100 prósent en ég er bara þokkalegur," segir Andri. „Það er alltaf sterkt fyrir framherja að fara í nýtt lið og skora snemma. Það er ferskur andblær. Mér líður mjög vel og ég er spenntur."

Átti nokkur góð símtöl við Freysa
Andri hóf feril sinn í akademíum Barcelona og Real Madrid á Spáni en hann fór til Svíþjóðar á síðasta ári. Þar fékk hann fá tækifæri en hann er mættur núna til Íslendingafélagsins Lyngby. Þjálfari Lyngby er Freyr Alexandersson og hjá félaginu voru fyrir tveir aðrir íslenskir leikmenn: Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon.

„Ég átti nokkur góð símtöl með Freysa og mér leist mjög vel á þetta. Mér finnst Lyngby vera að gera flotta hluti og það er geggjað að vera partur af þessu. Norrköping er kannski stærra félag en Lyngby í Danmörku þó að Lyngby hafi gert mjög flotta hluti líka. Þetta eru svipað sterk lið myndi ég segja samt. Það er frábært að vera partur af þessu."

„Það er frábært að komast beint inn í byrjunarliðið og fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur."

Andri er á láni frá Norrköping. Er hann klár í að fara þangað aftur?

„Það kemur eiginlega bara í ljós. Eins og staðan er núna ég er bara að einbeita mér á að gera vel með Lyngby," sagði Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner