Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mán 11. september 2023 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Frábært að fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir og við hugsum að við eigum mikla möguleika," segir Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun hefst ný undankeppni hjá strákunum þegar þeir mæta Tékklandi á Víkingsvellinum.

„Þetta verður barátta og þetta verður erfitt. Þeir eru sterkir og agressívir, en við erum það líka. Við erum með mjög góða leikmenn. Við erum með nógu góða leikmenn til að ná í þrjú stig á morgun."

Andri Lucas gekk í raðir Íslendingafélagsins Lyngby frá Norrköping á dögunum. Hann er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Lyngby og kveðst vera í góðu standi.

„Standið er kannski ekki 100 prósent en ég er bara þokkalegur," segir Andri. „Það er alltaf sterkt fyrir framherja að fara í nýtt lið og skora snemma. Það er ferskur andblær. Mér líður mjög vel og ég er spenntur."

Átti nokkur góð símtöl við Freysa
Andri hóf feril sinn í akademíum Barcelona og Real Madrid á Spáni en hann fór til Svíþjóðar á síðasta ári. Þar fékk hann fá tækifæri en hann er mættur núna til Íslendingafélagsins Lyngby. Þjálfari Lyngby er Freyr Alexandersson og hjá félaginu voru fyrir tveir aðrir íslenskir leikmenn: Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon.

„Ég átti nokkur góð símtöl með Freysa og mér leist mjög vel á þetta. Mér finnst Lyngby vera að gera flotta hluti og það er geggjað að vera partur af þessu. Norrköping er kannski stærra félag en Lyngby í Danmörku þó að Lyngby hafi gert mjög flotta hluti líka. Þetta eru svipað sterk lið myndi ég segja samt. Það er frábært að vera partur af þessu."

„Það er frábært að komast beint inn í byrjunarliðið og fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur."

Andri er á láni frá Norrköping. Er hann klár í að fara þangað aftur?

„Það kemur eiginlega bara í ljós. Eins og staðan er núna ég er bara að einbeita mér á að gera vel með Lyngby," sagði Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner