De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 11. september 2023 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Frábært að fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Andri Lucas í leik með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum spenntir og við hugsum að við eigum mikla möguleika," segir Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður U21 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun hefst ný undankeppni hjá strákunum þegar þeir mæta Tékklandi á Víkingsvellinum.

„Þetta verður barátta og þetta verður erfitt. Þeir eru sterkir og agressívir, en við erum það líka. Við erum með mjög góða leikmenn. Við erum með nógu góða leikmenn til að ná í þrjú stig á morgun."

Andri Lucas gekk í raðir Íslendingafélagsins Lyngby frá Norrköping á dögunum. Hann er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Lyngby og kveðst vera í góðu standi.

„Standið er kannski ekki 100 prósent en ég er bara þokkalegur," segir Andri. „Það er alltaf sterkt fyrir framherja að fara í nýtt lið og skora snemma. Það er ferskur andblær. Mér líður mjög vel og ég er spenntur."

Átti nokkur góð símtöl við Freysa
Andri hóf feril sinn í akademíum Barcelona og Real Madrid á Spáni en hann fór til Svíþjóðar á síðasta ári. Þar fékk hann fá tækifæri en hann er mættur núna til Íslendingafélagsins Lyngby. Þjálfari Lyngby er Freyr Alexandersson og hjá félaginu voru fyrir tveir aðrir íslenskir leikmenn: Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon.

„Ég átti nokkur góð símtöl með Freysa og mér leist mjög vel á þetta. Mér finnst Lyngby vera að gera flotta hluti og það er geggjað að vera partur af þessu. Norrköping er kannski stærra félag en Lyngby í Danmörku þó að Lyngby hafi gert mjög flotta hluti líka. Þetta eru svipað sterk lið myndi ég segja samt. Það er frábært að vera partur af þessu."

„Það er frábært að komast beint inn í byrjunarliðið og fá að sýna hvað ég get í fótbolta aftur."

Andri er á láni frá Norrköping. Er hann klár í að fara þangað aftur?

„Það kemur eiginlega bara í ljós. Eins og staðan er núna ég er bara að einbeita mér á að gera vel með Lyngby," sagði Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner