Breiðablik er komið af stað í Sambandsdeildinni en liðið leikur þessa stundina gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael.
Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 - 2 Breiðablik
Blikar byrjuðu leikinn vel en Jason Daði komst í fína stöðu eftir rúmlega tíu mínútna leik en varnarmaður Maccabi komst fyrir skot hans.
Stuttu síðar fengu Blikar kjaftshögg þegar Yvann Macon bakvörður Maccabi Tel Aviv skoraði stórkostlegt mark með fyrstu marktilraun heimamanna.
„Macon með hreint rosalegt mark. Þvílík bomba vel fyrir utan teiginn og boltinn endar í markinu. Anton Ari á ekki möguleika," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsinguna.
Yvann Macon er bakvörður og alls ekki mikill markaskorari. Hann er á láni frá franska liðinu Saint-Etienne en þar hefur hann skorað fjögur mörk í 42 leikjum.
Sjáðu markið hér fyrir neðan.
Athugasemdir