Heimild: Vísir.is
Breiðablik tapaði gegn Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 - 2 Breiðablik
Liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik og var staðan 3-1 eftir fyrstu 45 mínúturnar en Klæmint Olsen skoraði fyrsta mark Breiðabliks í riðlakeppninni undir lok fyrri hálfleiksins.
Hann bætti öðru markinu við eftir tíu mínútna leik eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar en nær komust Blikar ekki.
„Höskuldur með hornspyrnu, markvörður Maccabi misreiknar þennan bolta herfilega og missir hann yfir sig. Klæmint er á fjærstönginni, skallar boltann í jörðina og inn!" Skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsinguna um seinna mark Klæmints.
Sjáðu öll mörkin hér fyrir neðan
Athugasemdir