Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 13:20
Elvar Geir Magnússon
„Átti að segja Klopp að halda kjafti eða reka hann upp í stúku"
Klopp hafði margt að segja við Moss í gær.
Klopp hafði margt að segja við Moss í gær.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Andy Dunn hjá Mirror furðar sig á því hversu mikla þolinmæði Jonathan Moss, sem var fjórði dómari í leik Manchester United og Liverpool, hafði gagnvart Jurgen Klopp.

„Jonathan Moss hlýtur að vera einhver masókisti. Honum hlýtur að kunna vel við að fá öskur frá náunga sem fær 100 sinnum meira borgað en hann fyrir að stilla upp fótboltaliði," segir Dunn.

Klopp var ákaflega duglegur að láta Moss heyra það í leiknum í gær en það virtist ekki trufla Moss mikið.

„Hann hefði átt að segja Klopp að halda kjafti eða reka hann upp í stúku. Hann hefði líka getað ráðlagt stjóranum að reyna að laga frammistöðu Liverpool sem var ein sú versta frá liðinu á þessu ári."

Dunn telur að VAR hafi truflað Klopp of mikið þegar frammistaða hans eigins liðs hefði átt að vera miðpunktur athygli hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner