banner
   mán 21. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Freysi: Tæklingin á Aron var gjörsamlega galin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið mikið áfall þegar landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist illa á ökkla í leik með Al Arabi í Katar á dögunum.

Aron var tæklaður illa en hann sleit liðband í ökkla og fór í kjölfarið í aðgerð. Aron verður frá keppni til áramóta og missir því af leikjunum gegn Tyrklandi og Moldavíu í næsta mánuði en hann missti líka af leikjunum gegn Frakklandi og Andorra á dögunum.

„Þetta var hræðilegt því að tæklingin var gjörsamega galin. Þetta var smá sjokk," sagði Freyr í útvarpsþætti Fótbolta.net í helgina.

„Þetta var ömurlegt fyrir Aron sem var að komast í hörkustand. Hann lendir í þessu og þarf að grípa inn í aðgerð. Það jákvæða í því er að hann verður klár í mars ef við spilum leiki þá," sagði Freyr en líklegt er að Ísland fara í Þjóðadeildarumspil í mars þar sem eitt lið af fjórum tryggir sér sæti á EM næsta sumar.

Hér að neðan má sjá tæklinguna ljótu sem Aron varð fyrir.
Athugasemdir
banner
banner