Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Marc McAusland farinn frá Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoski varnarmaðurinn Marc McAusland hefur yfirgefið herbúðir Grindvíkinga eftir fall liðsins úr Pepsi Max-deildinni. Hinn 31 árs gamli McAusland kom til Grindavíkur frá Keflavík fyrir síðastliðið tímabil.

„Ég og Grindavík sömdum um starfslok í síðustu viku. Það var klásúla í samningi mínum um að ég gæti farið ef við myndum falla svo það var sameiginleg ákvörðun að það væri best fyrir báða aðila að ég myndi fara," sagði McAusland við Fótbolta.net í dag.

„Ég vil reyna að spila áfram í Pepsi Max-deildinni svo núna er ég án félags og í leit að félagi."

McAusland hefur spilað frá Íslandi síðan árið 2016 en hann kom þá til Keflavíkur frá heimalandi sínu.

McAusland fór upp úr Inkasso-deildinni með Keflavík árið 2017 og var valinn í lið ársins. Eftir fall Keflavíkur í fyrra samdi hann við Grindavík.

Samtals hefur McAusland skorað þrjú mörk í 91 deildar og bikarleik á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner