Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 21. október 2019 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagt að El Clasico fari fram um miðjan desember
Á föstudaginn í síðustu viku var tilkynnt að búið væri að fresta El Clasico.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram um hádegisbilið komandi laugardag en sökum mótmæla í Barcelona var ákveðið að fresta leiknum.

Samkvæmt spænska miðlinum Sport hefur ný dagsetning verið ákveðin en Real Madrid og Barcelona telja miðvikudagskvöld í desember henta vel.

Samkvæmt miðlinum mun leikurinn fara fram miðvikudagskvöldið 18. desember. La Liga vildi spila leikinn fjórða desember eða sjöunda desember og ekki liggur alveg ljóst fyrir hvort að La Liga sé sátt við dagsetninguna en 18. desember er niðurstaða félaganna.
Athugasemdir