Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 18. október 2019 09:50
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta El Clasico
Stórleik Barcelona og Real Madrid, El Clasico, hefur verið frestað en leikurinn átti að fara fram 26. október.

Það er mikil ólga í Barcelona og gríðarleg mótmæli eftir að níu forystumenn aðskilnaðarsinna voru dæmdir í fangelsi fyrir framgöngu þeirra í baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu.

Átök hafa myndast og vegum verið lokað.

Fyrr í vikunni bað La Liga um að leikurinn yrði færður til Madrídar.

Barcelona og Real Madrid þurfa nú að semja um nýja dagsetningu og þarf niðurstaða að liggja fyrir á mánudag.

Real Madrid trónir á toppi La Liga en Barcelona er í öðru sæti. Stöðuna má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
12 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner