Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samúel Kári hæstur í einkunnagjöf Aftonbladet
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson átti góðan leik þegar Viking vann Tromsö, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni í gær.

Samúel skoraði fyrra mark Viking í leiknum stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Johnny Furdal, sem meiddist. Markið skoraði Samúel með skoti af tæpum 20 metrum. Hann hlóð fallbyssuna og boltinn söng í netinu.

Þannig er markinu alla vega lýst inn á heimasíðu Viking.

Hann átti þá einnig mikinn þátt í seinna markinu sem Viking skoraði.

Frammistaða Samúels, sem hefur verið í undanförnum landsliðshópum, þótti mjög góð og var hann hæstur í einkunnagjöf Aftonbladet til að mynda með 7 í einkunn.

Viking er eftir sigurinn í gær í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, einu stigi minna en Rosenborg.

Samúel Kári er í láni hjá Vikingi frá Vålerenga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner