Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 21. október 2019 15:22
Elvar Geir Magnússon
Vísað af Old Trafford fyrir rasisma
Stuðningsmanni Manchester United var vísað af Old Trafford í gær fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Trent Alexander-Arnold.

Hann kallaði ljótum orðum að leikmanninum og skapaði það mikla reiði meðal áhorfenda sem voru nálægt.

Öryggisverðir mættu á vettvang og fjarlægðu einstaklinginn.

Manchester United brást snöggt við og segir að málið sé litið alvarlegum augum og sett í algjöran forgang.

Líklegt er að áhorfandinn verði settur í leikvallarbann eða lögreglunni blandað í málið.
Athugasemdir