Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 21. október 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Woodward: Erum í framþróun undir Solskjær
Framkvæmdastjórinn Ed Woodward hélt ræðu þegar ársreikningur Manchester United var kynntur í dag en þar fékk Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, traustsyfirlýsingu.

Woodward segir að Manchester United sé á réttri leið undir stjórn Solskjær.

„Innan vallar verðum við aldrei sáttir hjá Manchester United nema titlar séu að koma í hús. Að hafa endað í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og fínn árangur í bikarnum sýnir, þó mikil og erfið vinna sé framundan og leiðin ekki greið, að liðið er í framþróun," segir Woodward.

„Við erum með skýra áætlun undir Ole um að byggja upp lið sem nær árangri, sýnir tryggð og sé með uppalda hæfileikamenn í bland við hágæða aðkomumenn. Liðið á að spila skemmtilegan sóknarbolta."

„Við erum ánægðir með nýjustu leikmennina sem við höfum fengið til okkar í Donny van de Beek og Alex Telles, leikmenn sem við höfðum fylgst lengi með, og svo Edinson Cavani sem topp sóknarmaður og kemur með nýja möguleika í sóknarlínuna."
Athugasemdir
banner