Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. október 2021 19:37
Elvar Geir Magnússon
Mourinho niðurlægður - Í fyrsta sinn sem hann fær sex mörk á sig
Mourinho segist vera með þrettán alvöru leikmenn en svo sé gjá niður í næstu menn.
Mourinho segist vera með þrettán alvöru leikmenn en svo sé gjá niður í næstu menn.
Mynd: Getty Images
Það voru ótrúleg úrslit í Sambandsdeildinni í kvöld þegar norska liðið Bodö/Glimt vann 6-1 sigur gegn Roma. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lagði upp eitt af mörkum Bodö.

Heldur betur niðurlægjandi tap fyrir Jose Mourinho og hans menn en þetta er í fyrsta sinn á þjálfaraferli Mourinho sem hann fær á sig sex mörk í sama leiknum. Þetta var leikur númer 1.008 á ferli hans.

„Ég ákvað að stilla upp þessu liði svo ábyrgðin er mín. Ég ákvað að gera margar breytingar á gervigrasi í köldu veðri og gefa mönnum tækifæri," sagði Mourinho eftir leikinn en hann hvíldi flesta lykilmenn sína.

Hann segir að breiddin í leikmannahópnum sínum sé einfaldlega mjög lítil og mikill gæðamunur milli manna.

„Ef ég gæti það þá myndi ég alltaf stilla upp sama byrjunarliði en það er áhættusamt. Ég hef aldrei leynt því að hópurinn er þunnur. Við erum með þrettán leikmenn og svo aðra sem eru á allt öðru plani. Það jákvæða er að nú mun enginn spyrja mig aftur af hverju ég er alltaf að nota sömu mennina."

Eftir leikinn fóru leikmenn Roma upp að stuðningsmönnum sínum og báðust afsökunar á frammistöðunni. Um 400 aðdáendur Roma ferðuðust til Noregs í leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner