Í seinni klukkutímanum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun verður rætt um fyrirkomulag Bestu deildarinnar og fleira tengt íslensku deildinni.
Tómas Þór Þórðarson ræðir við Birgi Jóhannsson og Björn Þór Ingason frá ÍTF.
Tómas Þór Þórðarson ræðir við Birgi Jóhannsson og Björn Þór Ingason frá ÍTF.
Skiptar skoðanir eru á nýju fyrirkomulagi í Bestu deild karla.
Lesendum (og hlustendum) gefst tækifæri á að koma með spurningar, já eða ábendingar, til ÍTF manna en þær er hægt að senda í gegnum tölvupóstfangið [email protected] eða beint á Tómas á Twitter, @tomthordarson.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir