Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 21. október 2022 08:35
Elvar Geir Magnússon
Hver tekur við Aston Villa? - Ronaldo fékk háa sekt
Powerade
Gæti Pochettino tekið við Aston Villa?
Gæti Pochettino tekið við Aston Villa?
Mynd: EPA
Emery er einn af þeim sem orðaðir eru við Villa.
Emery er einn af þeim sem orðaðir eru við Villa.
Mynd: EPA
Brereton Díaz er eftirsóttur.
Brereton Díaz er eftirsóttur.
Mynd: EPA
Gleðilegan föstudag. Aston Villa er í stjóraleit og allir að tala um Ronaldo. Pochettino, Emery, Dyche, Lukaku, Brereton Díaz, Ndicka, Broja, Ziyech, Gundogan, Vata, Ronaldo og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og PSG, er óskastjóri Aston Villa eftir að Steven Gerrard var rekinn í gær. Glenn Murray, sérfræðingur BBC, telur hinsvegar verulega ólíklegt að Pochettino sé tilbúinn að taka að sér starfið og fara í fallbaráttu. (BBC)

Ashley Preece, íþróttafréttamaður í Birmingham, telur að Pochettino gæti tekið við Villa. Stjórnarformaður félagsins Nassef Sawiris sé mjög metnaðarfullur og fjölskylda hans eigi nóg af peningum. (BBC)

Önnur nöfn sem hafa verið orðuð við stjórastarf Aston Villa eru Unai Emery stjóri Villarreal og fyrrum stjóri Arsenal, Michael Beale sem var aðstoðarmaður Gerrard en tók við QPR í sumar, Sean Dyche fyrrum stjóri Burnley og Thomas Tuchel sem var rekinn frá Chelsea. (BBC)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segist trúa því að Gerrard hefði náð markmiðum sínum með Villa ef hann hefði fengið tíma og þolinmæði. (BBC)

Chelsea er tilbúið að lána Romelu Lukaku (29) aftur til Inter á næsta tímabili, áður en hann verður seldur á tilboðsverði. (Gazzetta dello Sport)

Crystal Palace íhugar að gera janúartilboð í framherjann Ben Brereton Díaz (23) hjá Blackburn. (Sun)

Sevilla er talið líklegast til að fá Brereton Díaz frá Blacburn. Everton, Leeds og Fulham hafa einnig áhuga. (Football Insider)

Arsenal gæti reynt að kaupa franska vinstri bakvörðinn Evan Ndicka (23) frá Eintracht Frankfurt í janúar. (Standard)

AC Milan hefur áhuga á albanska sóknarmanninum Armando Broja (21) hjá Chelsea. (Calciomercato)

AC Milan hefur einnig áhuga á Hakim Ziyech (29) leikmanni Chelsea og vonast til þess að gera sex mánaða lánssamning við marokkóska vængmanninn sem tæki gildi í janúar. (Calciomercato)

Galatasaray hefur áhuga á þýska miðjumanninum Ilkay Gundogan (31) hjá Manchester City. Hann á innan við ár eftir af samningi sínum. (Sun)

Arsenal, Manchester City, Juventus, Roma og AC Milan hafa áhuga á írska miðjumanninum Rocco Vata (17) hjá Celtic. Hann er U19 landsliðsmaður Íra. (Tuttomercatoweb)

Cristiano Ronaldo (37) fékk sekt frá Manchester United upp á eina milljón punda eftir að hann strunsaði af Old Trafford í sigrinum gegn Tottenham. (Star)

United gæti látið Ronaldo fara á frjálsri sölu í janúar ef ekkert félag vill kaupa hann. (inews)

Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni gæti reynt að fá Ronaldo. (Mirror)

Real Madrid, Paris St-Germain og Manchester City hafa sent njósnara til að fylgjast með georgíska vængmanninum Khvicha Kvaratskhelia (21) hjá Napoli. (90min)

Slóvakíski miðjumaðurinn Stanislav Lobotka (27) mun skrifa undir nýjan samning við Napoli þrátt fyrir áhuga frá Arsenal, Liverpool og Tottenham. (90min)

Arsenal hafði áhuga á að fá nígeríska varnarmanninn Calvin Bassey (22) í sumar en hann fór frá Rangers til Ajax. (Own Goal Nigeria)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 29 15 7 7 45 33 +12 52
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 29 14 6 9 53 38 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 46 40 +6 47
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Everton 29 7 13 9 31 35 -4 34
15 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
16 West Ham 29 9 7 13 32 48 -16 34
17 Wolves 29 6 6 17 38 57 -19 24
18 Ipswich Town 29 3 9 17 26 58 -32 18
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 29 2 4 23 20 68 -48 10
Athugasemdir
banner
banner