þri 18. nóvember 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Jarl og Kiddi Jak að störfum í undankeppni HM
Gunnar Jarl.
Gunnar Jarl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland á í dag tvo fulltrúa í undankeppni HM því tveir Íslendingar verða eftirlitsmenn dómara í kvöld.

Gunnar Jarl Jónsson verður eftirlitsmaður dómara á leik Spánar gegn Tyrklandi og Kristinn Jakobsson verður með sama hlutverk í leik Belarus gegn Grikklandi.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:45 á þriðjudag.

Spánn er með fullt hús stiga í E-riðli, er þar með markatöluna 19:0 og með þriggja stiga forskot á Tyrkland sem er með markatöluna 15:10. Spánn mun því enda í efsta sæti riðilsins, sama hvernig fer í kvöld. Spilað verður á Estadio de La Cartuja í Sevilla.

Grikkland mun enda í 3. sæti C-riðils og Belarus í 4. sætinu. Leikurinn í kvöld fer fram á ZTE Arena í Ungverjalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner