Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. nóvember 2021 15:14
Brynjar Ingi Erluson
„Þú keyptir mig til stærsta félags heims"
Harry Maguire kveður Solskjær á samfélagsmiðlum
Harry Maguire kveður Solskjær á samfélagsmiðlum
Mynd: EPA
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, sendir Ole Gunnar Solskjær sérstaka kveðju á samfélagsmiðlum í dag en hann er afar þakklátur fyrir að hafa haft hann sem stjóra.

Man Utd keypti Maguire fyrir metfé árið 2019 fyrir 80 milljónir punda frá Leicester.

Maguire er afar þakklátur fyrir tímann með Solskjær en hann var þó sérstaklega gagnrýndur fyrir frammistöðuna í gegnum þennan erfiða kafla sem félagið hefur gengið í gegnum.

Hann fékk rautt spjald í síðasta leik Solskjær í gær gegn Watford er hann nældi sér í tvö gul á sjö mínútum í 4-1 tapinu. Það var síðasti naglinn í kistu Solskjær.

„Þú keyptir mig til besta félags heims og gafst mér stærsta heiðurinn í fótboltanum. Þvílík virðing og ég er ótrúlega þakklátur. Takk fyrir allt, stjóri. Þú ert goðsögn," sagði Maguire.


Athugasemdir
banner
banner
banner